Árlegur jólamarkaður verður haldinn í Félagsheimili Hvammstanga þann 30. nóvember 2019 frá kl. 11:00 – 17:00.

Eins og undanfarin ár verður dýrindis handverk, matvara beint frá bónda og fleira á boðstólnum.

Jólastemmningin mun ráða ríkjum, ljúffengar vöfflur og rjúkandi heitt kaffi og svo verður kveikt á jólatrénu kl. 17.

Borðapantanir standa nú yfir fyrir þá sem vilja selja vörur sínar á markaðnum.

Upplýsingar í síma 655 9052 og á netfanginu kristin@vatnsnesyarn.is.