Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 1/2 dl rjómi
  • 25 g smjör
  • fínrifið hýði af 1/2 sítrónu (passið að taka bara ysta lagið og ekkert af þessu hvíta)
  • 2 msk ferskur sítrónusafi
  • 10-15 fínmuldar piparkökur

Hitið rjómann að suðu í potti. Takið pottinn af hitanum og hrærið smjöri og hökkuðu súkkulaði saman við. Hrærið þar til allt hefur bráðnað saman. Bætið sítrónuhýði og sítrónusafa saman við. Setjið blönduna í ísskáp í að minnsta kosti klukkutíma. Myljið piparkökurnar í matvinnsluvél. Mótið kúlur úr súkkulaðiblöndunni og veltið upp úr piparkökumylsnunni. Geymið í ísskáp.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit