Hvítlauksbrauðbollur
- 1 pakki þurrger
- 1½ bolli vatn
- 1 msk sykur
- 80 g rifinn ostur
- 1 ½ tsk hvítlauksduft
- 1 tsk salt
- 1 tsk basilíka
- 1 tsk óreganó
- 3 msk olía
- 4-5 bollar hveiti
Leysið þurrgerið upp í volgu vatni. Bætið sykri, hvítlauksdufti, salti, basilíku, óreganó, olíu og hveiti saman við og hnoðið vel saman. Látið hefast í 30 mínútur á hlýjum stað.
Mótið þrjú snittubrauð eða bollur úr deiginu og látið hefast aftur í 30 mínútur. Penslið deigið með þeyttu eggi og stráið rifnum osti yfir.
Bakið við 180° í 20-25 mínútur.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit