Akkúrat núna bíður þjóðin í örvæntingu eftir ákvörðun stjórnvalda um aðgerðir í baráttunni við Covid-19 kórónuveiruna.
Heyrst hefur að ríkisstjórnin fundi klukkan 16 í dag og gefi þá væntanlega út að loknum þeim fundi yfirlýsingu um til hvaða ráðstafana verður gripið.
Biðin og óvissan er mörgum óþægileg og þess vegna má e.t.v. kalla daginn “Föstudaginn langa”.
Á forsíðumyndinni má sjá sólina brjótast í gegnum skúraský á Siglufirði.