Enn fjölgar safngestum á Síldarminjasafninu – og er aukningin umtalsverð það sem af er ári. Frá áramótum hafa um 5.000 gestir sótt safnið heim, sem er 40% aukning frá síðasta vori.

Mikill fjöldi ferðamanna í skipulögðum hópferðum hafa bókað komur sínar á safnið í ár, og er allt útlit fyrir annasama vertíð. Þá er augljóst að ferðatímabilið er að lengjast en þegar hafa verið bókaðar leiðsagnir og önnur þjónusta fyrir safngesti alla daga vikunnar, allt fram til loka októbermánaðar.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins minnir á að safnið er nú opið alla daga vikunnar frá 10 – 18.

Íbúar Fjallabyggðar sem og aðrir ferðamenn, innlendir og erlendir, eru boðin hjartanlega velkomin á Síldarminjasafnið.

Mynd/Síldarminjasafn Íslands