Út er komið lagið “Í fjarlægum skugga” sem Jóna Margrét Guðmundsdóttir flytur.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag milli kl. 13 og 15.

Ingvar Valgeirsson tónlistarmaður sendi eftirfarandi til Trölla:

Á dögunum var ég vélaður til að stýra upptökum á og útsetja lag fyrir unga og hæfileikaríka tónlistarkonu á Akureyri, Jónu Margréti Guðmundsdóttur. 

Lagið samdi hún sjálf og textann samdi hún ásamt móður sinni Hjördísi Kvaran.

Flytjendur:

Söngur – Jóna Margrét Guðmundsdóttir
Gítarar – Ingvar Valgeirsson
Bassi – Kristinn Gallagher
Ásláttur, orgel – Kristinn Sturluson

Upptökustjórn og útsetning – Ingvar Valgeirsson, Kristinn Sturluson