ÞAÐ ER GAMAN AÐ SYNGJA INN SUMARIÐ MEÐ ÞESSU SIGLFIRSKA LAGI… og mörgum öðrum líka.
Frá og með í dag förum við að byggja upp væntingar um að fá að endurupplifa góða Sigló-sumardaga sem við minnumst frá liðnum árum, við minnumst rómantískra funda með ástvinum, dans og gleði á Síldarævintýrum og miðnætursólar nótta, þar sem ýmislegt gerðist sem við segjum engum frá… What happens in THE LOGN á Sigló stays in Sigló.
Ég hef reynt að lýsa þessu ólýsanlega Siglfirska logni í orðum hér:
HORFT YFIR FJÖRÐINN Í GALDRALOGNI sem er í rauninni ekki hægt, þess vegna er miklu betra að óska ykkur öllum Gleðilegs sumars með ljósmyndum úr TÖLLA.is myndaalbúmi sem útskýrir fyrir öllum á augljósan hátt, hvað SÓL OG SUMARYLUR Á SIGLÓ er í okkar huga.
Sumarvæntingarnar í ár eru STÓRAR og STÆRRI en nokkur tíman áður, þessi alheims pest sem er bannað að nefna á nafn, hefur hindrað okkur frá því að gera það sem allir Siglfirðingar elska að gera, nefnilega að…
… FAÐMAST ÚTI Á GÖTU, sumir, eins og ég og þúsundir af brottfluttum, þeirra börnum, barnabörnum, aðfluttir og innfluttir og sumarhúsafólk og hreinlega ALLIR sem ekki búa í firðinum fagra erum að drepast úr SIGLÓheimþrá og faðmlagalöngun.
Því sumarið er líka sá árstími sem við hittumst mest og ekkert er skemmtilegra en að labba niður á eyrir og faðma ALLA sem maður mætir.
Gleðileg sumar
Nonni Björgvins
Sumardrengur á plani hjá trölli.is.
Í sól og sumaryl
Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.
Fuglarnir sungu og lítil falleg hjón,
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég sat og horfði á,
hreykna þrastamóður mata unga sína smá.
Faðirinn stoltur, hann stóð þar sperrtur hjá,
og fagurt söng svo fyllti hjartað frið.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag,
hve fagurt var þann dag.
Lag/texti: Gylfi Ægisson. Siglfirðingur.
snerpa.is
Höfundur:
Jón Ólafur Björgvinsson.
Forsíðu Ljósmynd:
Jón Ólafur Björgvinsson.
Allar aðrar ljósmyndir í myndaalbúmi:
Kristín Sigurjónsdóttir.
Vísað er í aðrar heimildir/tónlist gegnum slóðir í pistlinum.
Aðrar sögur, myndasyrpur og pistlar eftir sama höfund finnur þú hér á trölli.is:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON