Hestamannafélagið Glæsir á Siglufirði hefur staðið fyrir reiðnámskeiðum núna í júlímánuði undir stjórn Herdísar Erlendsdóttur á Sauðanesi. Um var að ræða 2 vikulöng námskeið og voru bæði frábærlega sótt. Alls voru þátttakendur um 50 talsins og þurfti að skipta þeim upp í þrjá hópa á hvoru námskeiði. Greinilegt að þörfin fyrir þessi námskeið er mikil og flott framtak hjá Glæsi og Herdísi að koma til móts við hana.

Glæsir tók einnig þátt í hátíðahöldum á 17. júní þegar félagsmenn komu með nokkra hesta niður í miðbæ Siglufjarðar og börnum bauðst að fara á bak. Það er alltaf spennandi.

Myndir frá reiðnámskeiði 2021.


Heimild og mynd/Frétta- og fræðslusíða UÍF