Lóðar­haf­ar, land­eig­end­ur og aðrir eru hvattir til að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa af lóðum og lend­um allt sem get­ur valdið ónæði, meng­un eða er til lýta.

Lengdur opnunartími Hirðu verður laugardaginn 1. júní frá kl. 11:00-17:00

Nýtt afgirt og læst geymslusvæði sveitarfélagsins að Syðri Kárastöðum hefur verið tekið í notkun, aðilar geta óskað eftir því að fá leigt pláss á svæðinu. Eyðublöð varðandi það er að finna á heimsíðu sveitarfélagsins eða á skrifstofu Húnaþings vestra. Eldra geymslusvæði verður hreinsað og þeir sem eiga þar hluti geta sótt um leigupláss á nýja svæðinu.

Gjaldskrá vegna geymslusvæða
25 m2 svæði ,kr. 2.800 á mánuði
50 m2 svæði, kr. 3.500kr á mánuði
100 m2 svæði, kr. 7.500 kr á mánuði

Dagana 5. – 7. júní 2019 munu starfsmenn sveitarfélagsins fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka.

Umhverfissvið Húnaþings vestra