Fasteignamiðlun kynnir eignina Hvanneyrarbraut 58, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 03-01, fastanúmer 213-0555 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hvanneyrarbraut 58 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0555, birt stærð 79.4 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Sjá myndir: HÉR
Um er að ræða eign á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem samanstendur af 5 íbúðum, sameiginlegum stigagangi, sameiginlegu þvottahúsi og sérgeymslu. Eldhús og baðherbergi hafa verið endurnýjuð m.a. með nýjum vatnslögnum, blöndunartækjum, innréttingum og fl. Íbúðin samanstendur af eldhúsi, stofu, baðherbergi, stofu, anddyri, tveimur svefnherbergjum, sameiginlegu þvottahúsi á efstu hæð og geymslu/auka herbergi á neðstu hæð. Gengið er inn í anddyri með parket á gólfi og fatahengi. Eldhús hefur verið endurnýjað en dökkar korkflísar eru á gólfi, Ikea hvítar innréttingar, dökk borðplata, vaskur, ofn, háfur og helluborð. Gott borðpláss er í eldhúsi. Einnig eru fibo tresbo plötur á hluta af vegg. Veggur á milli eldhúss og baðherbergis var endurnýjaður. Baðherbergi er með kork flísum á gólfi. fibo tresbo plötum á vegg og inn í sturtuklefa, steinbotn í sturtu, hvítri Ikea innréttingu, vask og svart gólftengt klósett. Svefnherbergin eru tvö mjög rúmgóð annað með stórum fataskápum og parket á gólfi. Stofa er einnig mjög rúmgóð með parket á gólfi. Stór geymsla/svefnherbergi er á fyrstu hæð með ágætis glugga plássi, fataskáp og parket á gólfi.
Nánari lýsing:
Anddyri: er með ágætis fatahengi og parket á gólfi.
Eldhús: er með hvítum Ikea innréttingum, dökkri borðplötu, vask, ofn, háfi og helluborði. Frábært útsýni er úr eldhúsi.
Stofa: er rúmgóð með parket á gólfi og góðu gluggaplássi.
Baðherbergi: er með korkflísum á gólfi og fibo- tresbo plötum á veggjum. Einnig eru fibo tresbo plötur í walk in sturtu með nýlegum blöndunartækjum og steinbotn. Hvít Ikea innrétting með vask og dökkri borðplötu.
Svefnherbergi: eru tvö mjög rúmgóð með parket á gólfi.
Geymsla/svefnherbergi: er 11,9m2 með parket á gólfi og fataskápum. Gluggar eru með opnanlegu fagi.
Sameign: samanstendur af þvottarými, þurklofti og geymslurými á efstu hæð, stigagangi, hitakompu og hjóla/vagnageymslu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.