Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali hjá Fasteignamiðlun ehf kynnir frábært tækifæri fyrir réttan aðila í hjarta Ólafsfjarðar. Um er að ræða eignina á Strandgötu 2, fastanúmer 215-4321 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindum. Birt stærð eignar er 357,8 fm. Kaffi og gistihús með frábærri eldunaraðstöðu í kjallara.  

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali og viðskiptalögfræðingur, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá nánar á vefsíðu Fasteignamiðlunar: HÉR

Eignin að Strandgötu 2 Ólafsfirði samanstendur af kaffihúsi á miðhæð, gistiheimili á efri hæð og eldhúsaðstöðu og geymslu í kjallara. Mikil endurnýjun á eigninni hefur átt sér stað síðastliðin 10 ár. Húsið er sögufrægt og var pósthús staðarins áður en því var breytt í kaffi og gistihús árið 2013. Mikið hefur verið lagt upp með að gera upplifun gesta sem þægilegasta og veita þeim innsýn í líf staðarins með matarupplifun og listasýningum. 

Gistihúsið: 
Herbergin eru fimm talsins og eru mismunandi stór. Tvö fjögurra manna herbergi, tvö tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Tvö sameiginleg klósett eru á efri hæðinni annað með sturtuklefa. Nýjar dýnur eru í kojunum sem henta einnig fyrir fullorðna. Eldhúsaðstaða hefur verið sett upp á efri hæð með helstu tækjum og leirtaui. Kaffi Klara og gistihúsið eru meðlimir í Norðurstrandaleiðinni og Markaðsstofu Norðurlands og eru þekkt um allan heim. Í kjallara er aðstaða fyrir skíða-, brimbretta og göngufólk til að geyma fatnað og búnað til þurrkunnar. Tengsl hafa verið mynduð við leiðsögufólk sem sækir á Tröllaskaga og nærliggjandi svæði  en stutt er til svæða í kring. Má þar nefna Dalvík, Akureyri og Siglufjörð. Sérinngangur er í gistiaðstöðuna og lyklahús fyrir utan dyr.

Nánari lýsing: 
Gengið er upp teppalagðan stiga í gegnum sérinngang á miðhæð. Herbergi eru hver af öðru inn af gangi og eldhús við stigaop. Vaskar eru á öllum herbergjum. Tvö fjögurra manna herbergi eru í gistihúsinu með tveimur einbreiðum rúmum og kojum. Svalir eru út frá öðru þeirra. Tvö tveggja manna herbergi og eitt einstaklings. Öll herbergin eru parketlögð með nýlegu dökku plast parketi. Baðherbergi hefur verið gert upp flísalagt á gólfum og upp á hálfan vegg. Upphengt klósett, vaskur og skápur. Frístandandi sturtuklefi er á baðherberginu. 

Kaffihúsið: 
Kaffihúsið hefur leyfi fyrir 40 manns þ.á.m. áfengisleyfi og leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu. Búin hefur verið til aðstaða til að nýta sem auka eldhús til upphitunnar á mat og eldhúsáhöldum til einföldunar. Stórt samlokugrill og Túrbo ofn eru einnig til staðar. Afgreiðsluborð, kæliskápur og kaffivél. Bjart og fallegt rými þar sem gestir geta notið útsýnisins og setið úti á góðviðris dögum. Samstarf hefur verið með Kaffi Klöru og Northern Cabin Hótel um að sjá um morgunmat og jafnvel meira ef óskað hefur verið eftir því. Einnig er Kaffi Klara samstarfsaðili að markaðsstofu Norðurlands. Árlegt golfmót hefur verið haldið sem kallast Klöru golfmót þar sem aðilar hvaðan af hafa tekið þátt og mikið sótt. Kaffi Klara hefur skapað sér gott orð á meðal ferðafólks sem sækir svæðið og býður upp á sérstaka upplifun sem einkennir lífið á Tröllaskaganum. Boðið hefur verið upp á listasýningar á Kaffi Klöru og er gott rými á veggjum. Einnig hafa verið haldin þemakvöld og tónleikar. Tvö baðherbergi eru á kaffihúsinu og skipti aðstaða fyrir börn. 

Nánari lýsing:
Gengið er inn á miðhæð en settur hefur verið rampur fyrir hjólastólaaðgengi. Tröppur og rampur er steypt. Við tekur bjart rými gólfið er flísalagt..Borð og stólar eru fyrir 40 manns Afgreiðsluborð er úr timbri, hvít innrétting með glerskápum og kæliskáp. Í auka eldhúsin á miðhæð eru flísar á gólfum og hvít innrétting. Baðherbergin eru dúkalögð og hafa bæði klósett og vask. Gamlir símaklefar eru á kaffihúsinu sem nýttir hafa verið til sýningar á listamunum.  

Eldhúsið:
Eldhús staðarins er í kjallara hússins og er útbúið helstu tækjum. Nýlega hefur verið settur upp pizzaofn. Gott og mikið pláss er til að athafna sig. Mikið er um geymslupláss í kjallara og útbúin hefur verið skrifstofuaðstaða. Þvottaaðstaða fyrir kaffihús og gistihús. Einnig þurkaðstaða fyrir gesti. 

Nánari lýsing:
Gólf kjallara er steypt og húðað fyrir utan skrifstofu sem er teppalögð. Stórt og gott eldhús með borðplötu og frístandandi eyju eða vinnuborði. Mikið rými er fyrir utan eldhús. Helstu tæki og tól við matargerð eru til staðar. Hrærivél, ofnar, hellur, pizzaofn, kæli- og frystiskápar, rekkar og hillur svo fátt eitt sé nefnt. 

Eignin sjálf:
Þak eignarinnar var endurnýjað að hluta og annað lagað árið 2021 sem og rennur. Stefnt er að því að mála eignina að utan sumarið 2023. Gluggar hafa verið pússaðir, grunnaðir og lakkaðir að innan árið 2022. Einhver tæki hafa verið endurnýjuð eins og uppþvottavél, ofnar, pizzaofn, grillplata, hitaborð og hitakassar. Gengt er niður í kjallara á tveimur stöðum frá miðhæð. Sameign er með Mílu. 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali og viðskiptalögfræðingur, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali