Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg
BREYTT TILLAGA Í KJÖLFAR ATHUGASEMDA

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 15.apríl 2025 að auglýsa á nýjan leik tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr skipulagslaga. Tillagan var áður auglýst frá 24.janúar til 10.mars sl. Athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á tillögunni og er hún því auglýst á nýjan leik með eftirfarandi breytingum:

  • Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum í stað tíu íbúða á 2-3 hæðum áður.
  • Leikskólalóð við Karlsrauðatorg 23 stækkar um rúmlega 1.200 m2 til suðausturs og minnkar um tæplega 200 m2 til austurs.
  • Skilgreind er tæplega 6.600 m2 lóð utan um dvalarheimili við Kirkjuveg. Heimilað byggingarmagn verður 5.000 m2 á allt að þremur hæðum. Fyrri tillaga gerði ráð fyrir að lóðin yrði 8.000 m2.
  • Skilgreind er ný rúmlega 2.900 m2 lóð á milli lóðar Dalbæjar og leikskólalóðar fyrir allt að tólf íbúðir á tveimur hæðum.
  • Skilgreind er ný tæplega 8.500 m2 lóð fyrir parhús á einni hæð við Kirkjuveg 25-27 fyrir íbúa 60 ára og eldri. Óbreytt ákvæði frá fyrri tillögu.
  • Ný 2.000 m2 lóð fyrir fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum er felld út.

Hér má nálgast Deiliskipulagsuppdrátt,  hér er greinargerð og svo húsakönnun sem gerð var fyrir svæðið.
Samhliða er auglýst á nýjan leik tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér stækkun íbúðarsvæðis 302-ÍB um 0,5 ha á kostnað opins svæðis 308-O og stofnanasvæðis 304-S. Á fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var jafnframt samþykkt að gera óverulega breytingu á núgildandi aðalskipulagi á þann veg að ný lóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar verður skilgreind sem íbúðarsvæði í stað stofnanasvæðis áður.

Aðalskipulagsuppdrátt má nálgast hér.

Skipulagsuppdrætti ásamt greinargerðum má jafnframt nálgast í afgreiðslu á 1.hæð í ráðhúsi Dalvíkur frá 28.júlí til 1.september 2025. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is (mál nr. 1012/2025 og 1015/2025).

Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 4.september 2025.