Þjóðaskrá Íslands hefur gefið út Íbúafjölda eftir sveitarfélögum í júní 2022.
Þar má sjá að íbúum í Fjallabyggð hefur fjölgað um 1. frá því frá 1. desember 2021. Eru þá íbúar Fjallabyggðar þann 1. júní 2022 1.972 manns og mælist hækkunin 0,1%.
Þann 1. maí 2022 voru íbúar 1.977 manns og hefur því fækkað á milli mánaða um 6. manns.
Þann 1. desember 2019 voru íbúar Fjallabyggðar 2.007 að tölu.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.401 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. júlí 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði um 363 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 128 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 925 íbúa eða um 4,5%.
Fjölgar hlutfallslega mest í Skorradalshreppi
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna sjö mánuði eða um 15,0% en sökum smæðar sveitarfélagsins þá fjölgaði íbúum þar þó aðeins um 9 íbúa.
Fjölgar í öllum landshlutum nema Norðurlandi vestra
Íbúum fjölgar í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 3,8% sem er fjölgun um 1.108 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 2,1% á tímabilinu eða um 681 íbúa. Lítilsháttar fækkun var á Norðurlandi vestra eða um 30 íbúa sem gerir 0,4% fækkun.