Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa Fjallabyggðar. Með verkefninu gefst íbúum Fjallabyggðar kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn tillögur að nýjum verkefnum með það að leiðarljósi að fegra og bæta umhverfið.
Hugmyndirnar geta m.a. verið í formi nýframkvæmda sem ætlað er til að efla hreyfi- og leikmöguleika, hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið m.t.t. til útivistar og samveru, bættrar lýðheilsu, aðstöðu til leikja- og skemmtunar o.fl.
Í mars 2023 fer fram rafræn kosning um þær hugmyndir sem berast á samráðsgáttina.
Hugmyndirnar sem berast þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Að verkefnið nýtist hverfi eða íbúum bæjarins í heild.
- Vera á opnu svæði í bæjarlandinu.
- Kostnaður einstakra verkefna sé ekki lægri en ein milljón og ekki hærri en 10 milljónir.
- Vera framkvæmanlegt innan tímaramma verkefnisins fyrir árslok 2024.
- Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Fjallabyggðar.
- Vera á verksviði og á fullu forræði Fjallabyggðar. Hugmyndin getur ekki verið háð samráði eða samkomulagi við aðra aðila s.s. einstaklinga, stofnanir eða fyrirtæki í Fjallabyggð.
- Vera í samræmi við lög og reglur.
- Krefst ekki verulegs rekstrarkostnaðar eins og starfsmannahalds eða vöktunar.
Hugmyndum er komið á framfæri á samráðsvef Fjallabyggðar á slóðinni fjallabyggd.betraisland.is.
Öll gögn um verkefnið eru aðgengileg hér á vef Fjallabyggðar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði eða gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.
Upplýsingasíða “Fegrum Fjallabyggð”
Samráðsvefur Fjallabyggðar fjallabyggd.betraisland.is