Lesendur Trölla.is hafa kosið Idu Semey kennara og rekstraraðila Kaffi Klöru í Ólafsfirði sem mann ársins í Ólafsfirði.
Frá 11. desember gafst lesendum Trölla.is kostur á að tilnefna þá manneskju sem sem skarað hefur framúr í Ólafsfirði 2018 að þeirra mati. Fjöldi tilnefninga hefur borist og hlaut Ida flestar tilnefningar.
Það sem skrifað var af lesendum til stuðnings tilnefningar Idu hefur verið vel rökstutt og hér að neðan má sjá nokkrar færslur.
- Störf að ferðamálum og umhverfismálum í Ólafsfirði.
- Frumkvæði að markaðssetningu og hreinsun á Ólafsfirði.
- Hugmyndarík, dugleg að markaðasetja Ólafsfjörð.
- Ida stendur sig vel fyrir Ólafsfjörð.
- Eldar góðan mat og lætur öllum líða eins og þeir séu heima hjá sér á Kaffi Klöru og vinnur óeigingjarnt starf fyrir ferðamennskuna.
- Fyrir þrotlausa vinnu við að koma Ólafsfirði á kortið sem ferðamannastað.
- Hún er frábær kona.
- Hefur samlagast bænum og fær fólk til að vinna saman.
- Byggir upp til að gera góðan bæ betri fyrir alla.
- Alltaf jákvæð, glöð og hjálpsöm. Öflug að sjá nýjar leiðir í ferðamálum.