Hugmyndafræði og starf Menntaskólans á Tröllaskaga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og talsverð spurn er eftir skólaheimsóknum, fyrirlestrum og námskeiðum frá kennurum skólans. Þar sem slík starfsemi á ekki heima innan ríkisrekins framhaldsskóla tóku áhugasamir kennarar sig til og stofnuðu fræðslusamfélagið Via Nostra.

Markmiðið með félaginu er að bjóða upp á styrkhæf Erasmus námskeið ásamt námskeiðum fyrir leik-, grunn- og framahaldskólakennara á Íslandi þar sem áhersla er á að miðla þekkingu, styrkleikum og sérkennum kennara MTR. Í því felst m.a. skapandi verkefnaskil, upplýsingatækni í námi, listkennsla og hvernig hægt er að flétta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærni og umhverfisvitund inn í námið.

Via Nostra merkir okkar leið og er lýsandi fyrir starfsemi félagsins. Stofnendur og eigendur eru 21 talsins og eru öll úr starfsmannahópi skólans. Opnuð hefur verið heimasíða með upplýsingum um starfsemi Via Nostra. vianostra.is

Mynd/MTR