Sýningaropnun “Flæði” Ida Semey opnar sýningu í dag á Kaffi Klöru í Ólafsfirði.

Í vor hefur frítíminn minn farið í að láta hugan flæða og tjá mig á skapandi hátt.
Afraksturinn eru abstrakt verk af ýmsum stærðum og gerðum í akríl, olíu og mixed media.
Verkin veita huganum ró og hvíld. Þau eru átakalaus og bjóða áhorfandanum upp á að túlka verkin frá sínum sjónahorni.

Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins frá kl. 10:00-17:00 fram til 15. júlí.