Rauðkumótaröðin fór fram í gær á Sigló Golf vellinum á Siglufirði og var það mót númer 8 af 10.
Fyrsta HOLA Í HÖGGI á hinum stórglæsilega Sigló Golf velli var slegin á innanfélagsmóti hjá GKS þann 31. júlí.
Ingvar Hreinsson fyrrum formaður GKS sló þetta draumahögg á 6. holu á vellinum og með P-wages.
Lýsingin á draumahögginu var á þá leið að kúlan sveif aðeins til hægri og lenti u.þ.b. 1 metra frá stöng og beinustu leið í holu, heyrðist vel í stönginni þegar kúlan fór ofaní og mikil fagnaðarlæti brutust út í ráshópnum.
Ingvari er óskað innilega til hamingju með draumahöggið.
Úrslit mótsins:
1. Salmann Árnason – 22 punktar
2. Hulda Magnúsardóttir – 20 punktar
3. Sævar Kárason – 18 punktar

Ingvar Hreinsson
Forsíðumynd: Jón Steinar Ragnarsson
Mynd í frétt: aðsend