Fyrir nokkru greindi Trölli.is frá útgáfu lagsins Islander, fyrsta singúlsins af væntanlegri plötu tónlistarkonunnar Inki.
Nú hefur annar singúll plötunnar, Locally Grown, litið dagsins ljós – og að þessu sinni er um að ræða ábreiðu af laginu Retrograde eftir James Blake.
Útgáfan er frumleg og spennandi, þar sem Inki færir lagið í glænýjan búning án þess þó að missa tengslin við hið upprunalega.
Hrái og tilfinningaþrungni hljóðheimur hennar fær Retrograde til að hljóma bæði kunnuglega og nýstárlega í senn – í anda Inki sjálfrar. Lagið er í spilun á FM Trölla.
„Ég hef lengi dáð James Blake fyrir tilraunakenndan minimalisma og heiðarleika í tónlistinni. Þetta lag er mín túlkun á þeirri orku,“ segir Inki.
Í haust gefur hún út fyrstu fimm lög plötunnar Locally Grown og kyndir þannig undir eftirvæntingu fyrir Iceland Airwaves, þar sem hún mun frumflytja nýtt efni af plötunni.
🎧 Retrograde (Inki version) má finna á öllum helstu streymisveitum.