Innflutningur lífrænt ræktaðra afurða og annarra matvæla sem lúta sérstöku eftirliti frá Bretlandi og öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins

Strangar kröfur gilda innan EES um merkingu og markaðssetningu afurða sem lífrænt ræktaðar. Að sama skapi gilda ströng skilyrði um innflutning slíkra matvæla frá ríkjum utan EES. Í kjölfar útgöngu Bretlands úr EES, gilda þau skilyrði einnig um Bretland. Tilkynna skal innflutning lífrænt ræktaðra afurða í Traces með sólarhrings fyrirvara og þeim skal fylgja viðeigandi vottorð. Kveðið er á um innflutning lífrænt ræktaðra afurða í reglugerð ESB nr. 2021/2325.

Lífrænt ræktaðar afurðir frá Bretlandi sem eiga uppruna í öðru landi utan EES uppfylla ekki skilyrði innflutning til Íslands (EES) hvort sem þær eru endurmerktar (þeim er umpakkað) eður ei.

Hvað varðar matvæli sem ekki eru af dýrauppruna (non-animal) er um að ræða mismunandi vörutegundir með tiltekinn uppruna þar sem aukin hætta er a að þær innihaldi óæskileg efni svo sem varnarefnaleifar, aflatoxín oþh. Upplýsingar um vörutegundir er að finna á viðaukum reglugerðar ESB nr. 2021/2246. Innflutning skal tilkynna í Traces og leggja skal fram vottorð þegar við á.

Ítarefni