Matvælastofnun varar við neyslu á Bónus tröllahöfrum með best fyrir dagsetningunum 16.08.2020 og 19.08.2020 vegna þess að aðskotahlutur, líklega plast, fannst í einum poka.

Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki: Bónus
  • Vöruheiti: Tröllahafrar
  • Strikanúmer: 5690350053273
  • Best fyrir: 16.08.2020 og 19.08.2020
  • Nettómagn: 1 kg
  • Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík fyrir Aðföng.
  • Dreifing: Varan var seld í Bónus verslunum um land allt á tímabilinu 15. júní til 5. júlí  2019.

Viðskiptavinum sem keypt hafa Bónus tröllahafra með best fyrir dagsetningum 16.08.2020 eða 19.08.2020 er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.