Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóbannsson

ÍSLANDSLAG OG FURÐUFISKAR
GLERVERK OG FOTOGRAFIK
PÍA RAKEL SVERRISDÓTTIR
Söluturninum við Aðalgötuna á Siglufirði.
Sýningartími 24. júlí – 3. ágúst.

Opið alla daga kl. 14-17
Annars hringið í 897 0512 eða piarakel.s@gmail.com og pantið tíma.
Velkomin á opnun laugardag 25. Júlí kl. 15-18.

„ÍSLANDSLAG OG FURÐUFISKAR“
Yfirskriftin vísar til, að Siglufjörður og Tröllaskagi voru æskustöðvar mínar á sumrin.

Í lífi mínu hefur verið hringrás, án þess að gera mér grein fyrir því, fyrr en síðar í lífshlaupinu.
Það hafði áhrif á, að ég sótti um gestavinnustofu í Herhúsinu á Siglufirði 2015, eftir að hafa verið í burtu í 50 ár. Í Herhúsinu gerði ég verkefni um snjóflóðavarnir og arkitektúr, sem einkennir byggðina og landfræðilega staðsetningu, gamalt iðnaðarhúsnæði, lýsistanka, mínar minningar og þjóðsögur frá æsku minni.Verkin eru unnin í plangleri og/eða ljósmyndir með sandblásnum grafíkmynstrum.
„Enn er ég að koma hingað, 5. árið í röð.“

Pía Rakel Sverrisdóttir fæddist í Skotlandi árið 1953 og er af finnsk- íslenskum uppruna. Á yngri árum flutti hún til Íslands og bjó þar fram að tvítugu. Pía fór til náms á Royal Danish Academy of Architecture í Kaupmannahöfn árið 1973 og byrjaði snemma að gera tilraunir með gluggagler, sem endurunnið var úr afgangsgleri.

Ferill hennar, sem glerlistamaður byrjaði í danska Hönnunarskólanum, þar sem hún var gestanemandi í 2 ár.Pia hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis.
Hún starfaði við hönnun og unika í 4 ár hjá Holmegårds Glassworks og var gestakennari í Kaupmannahöfn, Kolding Hönnunarskólum, auk nokkurra lýðháskóla í Danmörku. Vegna náms hennar í arkitektúr hefur hún mikinn áhuga á að vinna glerið og rýmið saman. Hún hefur gert fjölda skreytingarverkefna bæði fyrir einkaaðila og opinberar byggingar m.a. í samstarfi við arkitekta.

Á árunum 1999-2002, stýrði Pía endurvinnsluverkefni á gluggagleri sem stutt var af Umhverfisráðuneyti Danmerkur.
Meðal stórra verkefna eru Velux Glerverksmiðjurnar, sem eru staðsettar um allan heim. Pia hefur gert sjálfstæðar glermyndir fyrir þau, sem staðsettar eru í mörgum löndum síðustu 20 árin. Má þar m.a. nefna Ástralíu, Rússland, Kína, mörg Evrópulönd og Kanada.

Pía var með verkstæði í um 25 ár við ströndina á Amager í gamalli verksmiðjubyggingu. Síðustu ár hefur hún einnig verið með vinnustofu og heimili við Meðalfellsvatn og nú einnig á Siglufirði. Eins og farfuglinn, fer hún á milli staða. Pia segist verða að koma til Íslands reglulega til að hlaða batteríin í nærveru við náttúruna.
Áhrifa íslenskrar náttúru er oft að gæta í verkum Píu eins og jöklar, vatn, ís ásamt geometriskum formum og mytologiskum táknum úr norrænu sagnafræðinni.

Nýlega var sett upp sandblásið gerlistaverk „STREYMI“ eftir Píu í anddyri Veiðihúss Veiðifélags Kjósarhrepps, við Laxá í Kjós en verkið lýsir ferli laxins frá vatni til sjávar.
http://www.ARCTICGLASS.dk

Aðsent.