Um helgina fer fram fyrsta túrneringin af þremur á Íslandsmóti neðri deilda í blaki.
Í Fjallabyggð verður mikið um dýrðir en alls verða spilaðir 67 leikir í báðum íþróttahúsum sveitarfélagsins.
Á Ólafsfirði munu lið í 2. og 3.deild karla spila en BF á lið í 3.deild karla. 3.deild kvenna mun hins vegar etja kappi á Siglufirði og á BF lið í þeirri deild.
Á laugardeginum hefjast leikir kl 09:00 og er áætlað að síðustu leikjum ljúki um kl 17:00 á Ólafsfirði og 18:00 á Siglufirði. Á sunnudeginum hefjast leikir kl 08:30 og áætlað að síðustu leikjum ljúki um kl 13:00.
Leikir BF liðanna er eftirfarandi:
3.deild kvenna á Siglufirði:
Lau kl 10:10 við Hauka
Lau kl 12:30 við Völsung B
Lau kl 14:50 við Álftanes D
Lau kl 16:00 við Dímon Heklu
Sun kl 08:30 við Afturelding D
Sun kl 10:50 við Fylkir B
3.deild karla á Ólafsfirði:
Lau kl 10:10 við Hauka B
Lau kl 12:30 við Hauka A
Lau kl 14:50 við Efling-Laugaskóli
Sun kl 08:30 við Sindra
Sun kl 10:50 við Álftanes C
Félagið hvetur áhugasama á að kíkja í íþróttahúsin og hvetja BF liðin.
Frétt og mynd: Blakfélag Fjallabyggðar