Leiðbeiningar fyrir Íslendinga á Gran Canari sem vilja kjósa.
Íslenski ræðismaðurinn á Kanarí mun bjóða uppá tíma fyrir Íslendinga til að kjósa utankjörstaðar í forsetakosningunum og eru tímarnir eftirfarandi.
Í Las Palmas eru það 10., 11. og 12. júní frá kl. 9 – 12 á ræðismanns skrifstofunni á Avenida de Canarias 22- Edificio Bitácora og fyrir þá sem búa á suðurhluta Gran Canari er það 15. júní frá kl.11 – 14 í Centro Cultural Maspalomas Avenida de Tejeda 72 San Fernando.
ATH!! Fólk þarf að staðfesta að það ætli að kjósa og senda netpóst á canaryislands@icelandconsulate.es eða hringja í +34 928 36 58 70 og biðja um tíma og hvar þið viljið kjósa og þá fáið þið staðfestingu til baka með leiðarlýsingu.
Íslendingafélagið mun svo reyna að koma atkvæðunum heim í tíma, annað hvort með farþegum sem fljúga heim fyrir 27. júní eða með DHL. Væri gott ef fólk getur látið vita, ef það er á leið heim til Íslands eftir 15. júní og væri til í að kippa atkvæðunum með sér og koma þeim á áfangastað.