Aðgerðarstjórn LSNE vill áfram vekja athygli á þeirri stöðu að Covid-19 smitum heldur áfram að fjölga á Akureyri.
Í gær voru tekin fjölmörg sýni á Akureyri og greindust a.m.k. 20 einstaklingar í kjölfarið. Af þeim eru 14 á grunnskólaaldri.
Þá hafa síðustu tvo daga rúmlega 300 manns verið sett í sóttkví.
Íbúar eru hvattir til að huga vel að sinni stöðu og að forðast hópamyndanir, þá sérstaklega unga fólkið sem virðist hvað mest vera að smitast þessa dagana.
Þá eru þeir sem eru í forsvari fyrir einhverskonar félagasamtök og íþróttafélög hvattir til að íhuga það alvarlega að slá viðburðum og æfingum á frest þar til að náðst hefur árangur gegn smitum.
Ef þú finnur til einhverra einkenna þá skaltu skrá þig í sýnatöku á www.heilsuvera.is það er opið á Strandgötunni Akureyri nú um helgina.