Val á íþróttamanni ársins 2022 í Fjallabyggð fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. desember kl: 20:00 í Tjarnarborg.

Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.

Á hátíðinni verður íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu 2022.  Tilnefnt er í flokknum 19 ára og eldri, ungur og efnilegur 13-18 ára og ung og efnileg 13-18 ára.

Íþróttamaður Fjallabyggðar verður svo valinn úr hópnum 19 ára og eldri.

Veitingar í boði Fjallabyggðar.