Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í kringum Hvítserk skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Skipulagslýsing sem um ræðir er 3,6 ha. að stærð í vestanverðum botni Húnafjarðar, í Húnaþingi vestra. Mótuð verður framtíðarsýn og lögð fram stefna um svæðið m.a. að standa vörð um merkar náttúru- og söguminjar, kortleggja og skilgreina gönguleiðakerfi og stuðla að betra aðgengi almennings á svæðinu.

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulagstillöguna er ekki matsskyld samkvæmt reglugerð 66/2015 um mat á umhverfisáhrifum og í samræmi við aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.

Opið hús verður í ráðhúsi Húnaþings vestra föstudaginn 9. janúar 2023 frá kl. 10:00-12:00.

Skipulagslýsinguna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins hunathing.is