Val á íþróttamanni ársins 2019 í Fjallabyggð fór fram í gær laugardaginn 28. desember í Tjarnarborg.
Grétar Áki Bergsson knattspyrnumaður var valinn íþróttamaður ársins 2019 í Fjallabyggð.
Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Á hátíðinni var íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu 2019. Tilnefnt var í flokknum 19 ára og eldri, ungur og efnilegur 13-18 ára og ung og efnileg 13-18 ára.
Blak: ung og efnileg – Anna Brynja Agnarsdóttir
ungur og efnilegur – Patrick Gabriel Bors
Blakmaður ársins – Ólafur Björnsson
Badminton: ung og efnileg – Dómhildur Ýr Gray
ungur og efnilegur – Hörður Ingi Kristjánsson
Knattspyrna: ung og efnileg – Embla Þóra Þorvaldsdóttir
ungur og efnilegur – Þorsteinn Þorvaldsson
Knattspyrnumaður ársins – Grétar Áki Bergsson
Hestaíþróttir: ung og efnileg – Marlís Jóna Karlsdóttir
ungur og efnilegur – Hörður Ingi Kristjánsson
Golf: ung og efnileg – Sara Sigurbjörnsdóttir
ungur og efnilegur – Einar Ingi Óskarsson
Kylfingur ársins – Sigurbjörn Þorgeirsson
Skíði: ung og efnileg – Amalía Þórarinsdóttir
ungur og efnilegur – Andri Snær Elefsen
Kraftlyftingar: Kraftlyftingamaður ársins – Hilmar Símonarson
Skotíþróttir: Skotmaður ársins – Rögnvaldur Jónsson
Boccia: Bocciamaður ársins – Sigurjón Sigtryggsson
Íþróttaviðurkenning 2019: Er veitt til íþróttamanns sem hefur náð frábærum árangri í sinni íþróttagrein fyrir íþróttafélag utan Fjallabyggðar. Í ár hlýtur þessa viðurkenningu Anna Brynja Agnarsdóttir fyrir frábæran árangur í knattspyrnu á árinu 2019.
Heiðursviðurkenning 2019: Er veitt fyrir óeigingjarnt framlag að íþróttamálum í Fjallabyggð. Í ár hlýtur þessa viðurkenningu Björn Þór Ólafsson.