Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir, kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri Dalvík.

Í tilefni lýsingu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar bauð íþrótta- og æskulýðsráð til mannfagnaðar fimmtudaginn 17. janúar í Bergi.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2018 voru þau Andrea Björk Birkisdóttir (skíði), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (golf), Ingvi Örn Friðriksson (kraflyftingar), Snorri Eldjárn Hauksson (knattspyrna), Svavar Örn Hreiðarsson (hestar) og Viktor Hugi Júlíusson (frjálsar)

Ástæða tilnefningar frá GHD var rökstudd með eftirfarandi hætti:

Amanda Guðrún hefur á síðustu árum verið fremst í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni og alltaf bætt sig á milli ára. Í ár dreifði hún álaginu betur í samráði við þjálfara sinn með því að leggja áherslu á stærstu mót hvorrar mótaraðar, Íslandsbanka og Eimskips, en fórnaði þess í stað möguleikanum á að verja stigameistaratitil sinn á Íslandsbankamótaröðinni. Hún mætir mjög vel á æfingar og leggur sig ávallt 100% fram við þau verkefni sem fyrir hana eru lögð á æfingum og í keppni. Hún aðstoðar við þjálfun yngri kynslóðarinnar á sumrin, gerir það vel og er þeim mjög góð fyrirmynd. Amanda stefnir enn lengra í íþrótt sinni og leggur hart að sér við æfingar til að svo megi verða.

Íslandsmeistaratitlar (eða sambærilegt, t.d. landsliðsúrtak)

Íslandsbankamótaröðin:

  • Íslandsmeistari í höggleik í flokki stúlkna 17 – 18 ára
  • Íslandsmeistari í holukeppni í flokki stúlkna 17 – 18 ára

(eini kylfingurinn sem hampaði báðum titlunum í ár)

  • 12. sæti á Íslandsmóti fullorðinna í höggleik
  • Hársbreidd frá 8 manna úrslitum á Íslandsmóti fullorðinna í holukeppni. Var jöfn að stigum en með færri unnar holur.
  • Besti árangur á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu, var í 4. sæti.
  • Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni í flokki stúlkna 18 – 21 árs.
  • Valin í kvennalandsliðshóp fyrir 2019

Aðrir titlar / sigrar / mót

14. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Lék aðeins á 4 mótum af 6.

Lék með U18 landsliði Íslands á Evrópumóti stúlknalandsliða U18 í Kungsbacka í Svíþjóð.

European Spring Junior, Murcia Spáni. 9 sæti í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

Finnish Amateur Championship, Helsinki Finnlandi. 18. sæti í kvennaflokki.

Af dalvikurbyggd.is