Íþróttaskóli Ungmennafélagsins Glóa er í fullum gangi.
Þar hafa krakkar í 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kost á fjölbreyttri hreyfingu einu sinni í viku.
Er íþróttaskólinn einn af þeim kostum sem nemendum í 1. – 4. bekk stendur til boða í Frístund, sem er strax að loknum skóladegi.
Á þessari önn eru 25 börn í íþróttaskólanum og hafa þau verið dugleg að nýta góða veðrið, sem hefur verið merkilega oft á fimmtudögum þetta haustið.
Fimmtudagurinn 28. október var engin undantekning, þó svo að fjör færðist í veðrið þegar leið á daginn.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Myndir/ Umf Glói