Á forsíðu ljósmyndinni sjáum við ungmenni frá Tennis og badmintonfélagi Siglufjarðar, (TBS) keppa í badminton á heimatilbúnum velli, í hinni svokölluðu, SR 30 síldarþró. Þetta var líklega lang stærsta síldarþró Íslands og pistlahöfundur á sér minningar um að hafa spilað þar bæði fótbolta og handbolta. Hér birtast ykkur minningar um síldarverksmiðjur og 35 myndir um íþróttaiðkun og aðstöðuleysi í einangruðu bæjarfélagi á norðurhjara veraldar á síðustu öld.
Til gamans má geta, að í bæjarfréttablaðinu Siglfirðingur 18. september 1942 í grein sem nefnist: “Hugleiðingar um ríkisverksmiðjurnar.” er meðal annars rætt um þessa síldarþró og úrgang sem fylgir SR verksmiðjunum:
“… Enn rennur stanslaus straumur í sjóinn af úrgangsefnum, meðan verksmiðjurnar eru í gangi, og það er augljóst hverjum manni, að þessi úrgangur inniheldur mikil verðmæti. Það skiptir eflaust hundruðum smálesta af verðmætum efnum, sem þannig fer til spillis árlega…”
“… Sjórinn hér í firðinum er, sem kunnugt er, þykkur af framburði úrgangs þessa. Utan á öllum bryggjum í bænum löðrar þessi óþverri og allar fjörur umhverfis fjörðinn eru þaktar þykku lagi af lýsi og grút. Ég er ekki fær um það að fullyrða neitt um, hve mikið verðmæti fer þannig forgörðum, en mér er ljóst, að það er mikið og að það mundi hafa verulega þýðingu fyrir fjárhagsafkomu verksmiðjanna, að þetta yrði hagnýtt. En svo er önnur hlið á þessu máli, sem beinlínis snýr að Siglufjarðarbæ og okkur, sem hann byggja…”

Fremsta röð: Jón Guðni Stefánsson, Björn Jónsson íþróttakennari, Jóhann Ólafsson, Miðröð: Ásgrímur Kristjánsson, Jóhann G Möller. ?, Aftast: Þorsteinn Aðalbjörnsson, Snorri Dalmann, Sveinbjörn Tómasson, Jón Þorsteinsson bifreiðarstjóri og Sigurgeir Þórarinsson. Ljósmyndari: Kristfinnur Guðjónsson. Sjá meira hér um “Knattspyrnukeppni Síldarverksmiðja ríkisins“: Árið 1936 – SR Fótbolti.
Framhald:
Bæjarfréttablaðið Siglfirðingur, 18. september 1942:
“… Eitt meðal annars af því tagi er það, að síldarþró S.R.’30 er sett niður langt uppi á plássinu, góðan spöl frá sjó og snýr svo endanum fram að sjónum. – Þróin hefði átt að byggjast fremst í fjörunni, eða jafnvel framveggur hennar fram í sjó, og snúa hliðinni að sjónum, og liggja þann veg þvert fyrir bryggjum verksmiðjanna, þar sem síldinni er skipað upp. Þetta hefði stytt uppkeyrslu síldarinnar í þróna um þriðjung, eða allt að helmingi...”

…Auk þess gaf það dýrmæt pláss ofan við, til þess að byggja við þróna, þegar séð var að hún var of lítil, eða þá til annarra nota. En þróin var nú einu sinni sett þarna, og er vist ekki hægt að saka núverandi stjórn né framkvæmdastjóra um þetta, né heldur með sanngirni að krefjast þess, að þeir flytji þróarskömmina… J.J.” Sjá meira hér á heimildasíðu Steingríms Kristins.
Myndirnar hér neðar gefa lesendum góða mynd af bæði stærð og staðsetningu.
ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér þá í fullri stærð.


Sjá meira hér á Wikipedia: Síldarverksmiðjur ríkisins (S.R.)
Sjá einnig meira forvitnilegt hér, um ýmsar merkilegar minningar um þetta svæði og þar er einnig minnst á gamla steinsteypu síldarþró, sem var um tíma notuð til sundkennslu, sem og á skautasvell uppi á flötu Hrímnisþakinu.
HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 myndir
Badmintonvöllur í síldarþró
Eins og sjá má á myndunum hér neðar er þarna stór og mikill sléttur steinsteyptur flötur í skjólgóðu umhverfi. Það er meira að segja ágætis hallandi áhorfendastúka með “þaki” “við suðurhliðina á SR 30 þrónni.
ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér þá í fullri stærð.



Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.

Myndirnar eru líklega teknar í byrjun 1970 og að sjálfsögðu snýst þetta um aðstöðuleysi á Siglufirði yfir sumartímann, því þá breyttist Sund / Íþrótta-höll Siglufjarðar í 25 metra innanhúss sundlaug. Lengi vel var það einungis pínulítill leikfimissalur Barnaskóla Siglufjarðar sem gat hýst innanhúss íþróttir allt árið.
Sjá meira um sund / íþróttahöll Siglufjarðar:
40 X 20 M handboltavöllur í LOÐNU-þró!
Í lok 1970 og í byrjun 1980 er þessi stóra síldarþró orðin loðnuþró, það er nú komið op á suðurendann og bryggju líknandi “áhorfendastúku þakið” er horfið. Þessi handboltavöllur í fullri stærð í SR loðnuþrónni, er mér persónulega einstaklega minnisstæður og kær. Mig minnir að uppruni málsins snúist um að sumarið 1979 eða 80, voru ekki nægilega margar stelpur sem höfðu áhuga á að spila fótbolta í 3 flokk KS. Þær slógu sér því saman í handboltalið og spurðu mig, hvort ég gæti tekið að mér að vera þjálfari. Ekki málið… og hér byrjar mikið og skemmtilegt sumarævintýri.
Við stelpurnar fengum leyfi hjá SR og var það auðfengið og vorum við í fleiri daga að sópa allan flata flötinn í loðnuþrónni. Síðan fengum við styrk og stuðning frá Stjána frænda (Kristján L. Möller) sem var íþróttafulltrúi bæjarins á þessum tíma. Fengum við hjá honum bæði málningu, pensla og handbolta mörk og bolta. Hófust nú tíðar og skemmtilegar æfingar.

Einu vandræðin sem tilheyrðu þessu æfingasvæði var, að ef skotið var fram hjá, gat boltinn rúllað úr í hornin á þrónni og voru þar leyfar af loðnuslori og ef það hafði ringt, þá festist blautt slorið á boltanum, eins og handbolta klístur með tilheyrandi viðbjóðslegri lykt.
Við stelpurnar fórum í nokkur keppnisferðalög um Norðurland og spilum á bæði grasi og möl. Þeir gestir sem komu á okkar skjólgóða steinsteypu heimavöll, fannst þetta alveg magnaður sumar handboltavöllur.
Völlurinn í loðnuþrónni, dró einnig til sín fótbolta gutta bæjarins og byrjaði hver æfing með því á að reka þá af vellinum og svo fylgdu oft með skammir fyrir að skemma netin í mörkunum.
Því miður fann ég engar ljósmyndir frá Þessu tímabili, en hér kemur ein sem sýnir KS stelpur spila handbolta á grasvelli.

TBS – 🎾 Tennis og Badmintonfélag 🏸 Siglufjarðar

“ChatCPG tók saman eftirfarandi staðreyndir um TBS:
Stofnun og saga TBS
- Stofnað 5. desember 1964 af 38 aðilum, þar á meðal annars Jóhannesi Þ. Egilssyni (formaður), Guðlaugi Henriksen (varaformaður), Birgi Schiöth (ritari), Páll Hlöðverssyni (gjaldkeri) og Hreini Steinssyni (meðstjórnandi) Reddit+15hedinsfjordur.is+15hedinsfjordur.is+15.
- Upphaflegt markmið félagsins var badminton, en tennislausn lá ekki fyrir við stofnun. hedinsfjordur.is
- Árið 1968 sendi félagið fjóra unglinga á Íslandsmeistaramót og allir hlutu verðlaun – og sýnir það styrk frá upphafi hedinsfjordur.is.
- Siglufjörður tók þátt í deildakeppni Badmintonsambands Íslands og vann árið 1974 website+15hedinsfjordur.is+15uif.is+15.
- Íslandsmót var haldið á Siglufirði 1969 og 1973 (fullorðnir), og Norðurlandsmót áratug síðar hedinsfjordur.is+1hedinsfjordur.is+1.”
“Hansi í Egils-síld “
Badminton varð strax mjög svo vinsæl innanhúss íþrótt heima á Sigló og að öðrum ólöstuðum, þá er ekki hægt annað en að minnast á fyrsta formanns félagsins, enda varla hægt að segja TBS, án þess að nefna Jóhannes Þ. Egilsson á nafn. Þessi glaðlyndi húmoristi, athafnamaður og badminton frumkvöðull, var oftast kallaður Hansi í Egilssíld. (Sérhæft fyrirtæki varðandi reykta síld og fisk o.fl. Formlega stofnað 1940, með rætur frá 1921)
Sjá meira hér í grein frá Héðinsfjörður.is: Egilssíld í nýtt húsnæði á Siglufirði.
Margir eldri Siglfirðingar minnast þess eflaust einnig að Egill Melsted Stefánsson, slökkviliðsstjóri, faðir Hansa var einnig hið mesta ljúfmenni og fjölskyldan rak fyrir utan Egilssíld, sögufræga reiðhjólaverslun við Aðalgötuna og ofan á búðinni var heimili fjölskyldunnar. Egill hjálpaði mörgum Sigló stelpum og strákum varðandi reiðhjólaviðgerðir.
ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér þá í fullri stærð.

Ljósmyndari: Hinrik Andrésson.


Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.

Tennis ? og borðtennis 🏓
Eins og segir í texta hér ofar varðandi stofnun TBS: “Upphaflegt markmið félagsins var badminton, en tennislausn lá ekki fyrir við stofnun.” Mér vitanlega hefur aldrei verið til alvöru Tennisvöllur á Siglufirði, samt er eins og mig minnir eða misminnir, að einhverskonar völlur hafi verið til um tíma sunnan við Sundhöllina, en mér fróðari fólk má gjarnan senda mér línu, ef hér er farið með rangt mál.
Borð-TENNIS, var hins vegar ákaft stundað í kjallaranum á gamla Æskulýðsheimilinu (Æskó) við Vetrarbrautina.

Kristján Kristjánsson (fjær) og Eyþór Haraldsson spila borðtennis í kjallaranum í Æskó. Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.


Myndasyrpa:
Badmintonmót og vellir ofan á sundlaug
Mér er það lífsins ómögulegt að muna hversu margir badminton vellir voru á parktet gólfinu sem sett var yfir sundlaugina á hverjum vetri. Líklega voru þetta 5 eða 6 vellir. Það er eflaust mörgum minnisstætt hvað það fylgdi mikill hávaði með allri íþróttaiðkun í sund / íþróttahöll Siglufjarðar.
Nema þessum frægu skólaleikfimi- sýningum. Þá var mest hljóðlátlega tiplað á tánum….

Myndasyrpan hér neðar sýnir okkur flotta badminton takta hjá konum og körlum á óþekktu móti í Sundhöll Siglufjarðar. Eins og vanalega var Steingrímur Kristinsson á staðnum og tók fjöldann allan af myndum, í myndskýringatexta kemur hvergi fram hvaða ár þetta er, en ef dæma má út frá hártísku og klæðaburði íþróttafólks og áhorfenda í útvíðum gallabuxum, er það kannski alveg óvitlaus ágiskun að þetta sér á árunum 1974-76.












Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.



Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.

Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar er enn í fullu fjöri og starfsemin þar öll til fyrirmyndar.

Á Facebooksíðu TBS félagsins er að finna fleiri hundruð skemmtilegar ljósmyndir frá bæði æfingum og mótum.
Höfundur samantektar
og stafræn endurvinnsla á ljósmynda gæðum:
Jón Ólafur Björgvinsson .
Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir gegnum vefslóðir í greininni.