Út er komin sex laga EP plata sem Ingvar Valgeirsson sendi frá sér.

Platan er komin á geisladisk og verður einnig á rafrænu formi 3. maí.

Lögin eru öll eftir Ingvar nema eitt, September, sem er eftir Harald Davíðsson við texta Kristjáns Péturs Sigurðssonar.

Lögin á plötunni eru:
September, Lag – Haraldur Davíðsson, Texti – Kristján P Sigurðsson
Alltaf, Lag og texti – Ingvar Valgeirsson
Myrkur, Lag og texti – Ingvar Valgeirsson
Síðan þá, Lag og texti – Ingvar Valgeirsson
Varúlfur, Lag og texti – Ingvar Valgeirsson
Aldrei meir, Lag og texti – Ingvar Valgeirsson

“Við gerð plötunnar fékk ég til liðs við mig hreint ljómandi fínan hóp góðra drengja – Ingimundur Óskarsson (Dúndurfréttir, Buff) og Kristinn Gallagher (Swizz, Dalton, Spútnik) sjá um bassaleikinn, Hannes Friðbjarnarson (Buff, Dead Sea Apple) og Helgi Víkingsson (Swizz, Dans á rósum) berja trommurnar og Stefán Örn Gunnlaugsson (Buff, Íkorni) sér um hljómborðsleik og raddanir auk þess að útsetja með mér og taka þetta allt saman upp í Stúdíó Bambus, Hafnarfirði.
Þetta er fyrsta platan sem ég gef út í eigin nafni, en hef áður gefið út nokkur stök lög (“singla”).”
segir Ingvar.