Jörð hefur skolfið á Norðurlandi þar sem hrina skjálfta með upptök norðvestur af Gjögurtá hefur riðið yfir.
Hrinan hófst stundarfjórðung fyrir ellefu í gærkvöldi með skjálfta sem reyndist 2,7 að stærð. Annar öllu stærri, 3,2, varð svo klukkan 23.21. Sá fannst vel á Siglufirði, segir í tilkynningu jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar.
Enn er töluvert af eftirskjálftum eins og sjá má á vef Veðurstofu Íslands.