Þriðjudaginn 18. desember, fór fram svokallað jólablak í íþróttahúsinu á Hvammstanga.

Krökkunum sem aðstoðuðu við framkvæmd Íslandsmótsins í haust og blakkrökkunum sem eru að æfa hjá Kormáki var boðið í jólablakleiki með meistraflokknum.

Eftir æfinguna var síðan slegið upp í pizzaveislu í íþróttahúsinu. Mæting var góð og allir skemmtu sér mjög vel. Það er ljóst að framtíð blaksins í sveitarfélaginu er björt með þessa áhugasömu og duglegu krakka sem stunda blak íþróttina.

Mynd: Kormákur-blaksíða