Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar síðustu ár að leggja meira í síðustu æfingar iðkenda fyrir jól en alla jöfnu. Er þetta m.a. gert með því að spila með sérstökum jólaljósaflugum og með því að lýsa upp salinn á skemmtilegan hátt.

Hefur þetta vakið mikla lukku meðal iðkenda sem hlakkar alltaf sérstaklega til þessara æfinga. Þetta uppátæki sýnir að þó stefnt sé hátt og að árangri þá er nauðsynlegt að brjóta upp æfingamynstrið öðru hvoru og hafa gaman saman.

Myndirnar tala sannarlega sínu máli um fjörið sem þarna skapaðist segir á facebooksíðu félagsins.

Mynd/Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar