Í kvöld föstudaginn 6.desember, verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. FM Trölli verður með skemmtileg jólalög sem Ólafsfirðingar völdu í spilun og auðvitað hljómar nýja jólalag Ólafsfirðinga einnig Jólabærinn minn.

Kl.19:30 hefst jólakvöldið með göngugötu stemningu og stendur fram eftir kvöldi.

Ýmis konar varningur verður til sölu í jólahúsunum, Arionbanka húsinu, Pálshúsi, Gallerý Uglu og smíðakompu Kristínar.

Kaffi Klara verður opin, og Kjörbúðin með ýmis tilboð/kynningar.

Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar verður til sýnis í Pálshúsi, og yfirlitsýning á verkum Hildar Magnúsdóttur í Arionbanka húsinu.

Tónlistarfólk kemur fram á svæðinu og húsum í kring.

Kl.22:00 hefst tónlistarflutningur í Tjarnarborg. Ljúf jólalög flutt af tónlistarfólki úr Fjallabyggð.

 

Myndir í frétt eru frá jólakvöldinu í Ólafsfirði 2018.