Nú styttist óðum í heimsfrumsýningu hjá Leikflokki Húnaþings vestra á Skógarlífi undir leikstjórn Gretu Clough en hún er einnig handritshöfundur.
Greta hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður.
Í verkinu mun frumskógurinn vakna til lífsins og áhorfendur fylgjast með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí sem elst upp meðal dýra í skóginum.
Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra.
Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu flokksins, www.leikflokkurinn.is
Sýningarnar verða 13. og 14. desember kl. 20:00 og 15. desember kl. 16:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Aðsent