
Kennarar Tónlistaskólans, Ólafur E. Rúnarsson, Kristín Kristjánsdóttir, Elín Jóna Rósinberg, Heiðrún Nína Axelsdóttir,
Pálína Fanney Skúladóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson. Á myndina vantar Skarphéðinn.
Tónlistarskóli Húnaþings vestra var með þrenna jólatónleika laugardaginn 8. desember í Hvammstangakirkju.
Fjölbreytt dagskrá var á tónleikunum og stóðu nemendur sig með mikilli prýði.

Ísey Lilja að syngja
Skarphéðinn H. Einarsson sem sinnir tímabundið skólastjórastöðu tónlistaskólans hélt ræðu og sagði þar á meðal frá nýju innritunar- og umsjónarkerfi skólans sem heitir Viska.is, upplýsti hann áheyrendur um að kerfið væri smíðað af “heimamanninum” Gunnari Smára Helgasyni.
Á milli tónleikanna gafst áheyrendum, nemendum og kennurum tækifæri til að koma saman í safnaðarheimilinu, fá sér heitt kakó og smákökur í boði foreldrafélagsins.

Anna Elísa að spila á píanó

Bragi Hólmar að spila
Myndir: Sigrún Birna Gunnarsdóttir