Jólatrésskemmtun Siglfirðingafélagsins 2023 fór fram í sal KFUM þ. 27. des. sl. og var aðsókn með ágætum eða rétt um 100 manns sem er nokkur aukning frá því í fyrra.
Skarphéðinn Hjartarson tónlistarkennari sá um söng og tónlistarflutning og gerði það með stakri prýði og af mikilli fagmennsku.
Jólasveinninn var einn af þeim líflegri sem hafa komið niður í byggðir og svo gekk allt upp í eldhúsinu hjá því harðsnúna liði sem þar sá um vöfflubakstur, rjómaþeytingu og annað tilheyrandi.
Forsíðumynd:
Hópurinn sem hélt utan um eldhúsverkin og salinn.
Á myndina vantar Þóru Sóley Ingvarsdóttur miðasöludömu sem þurfti að mæta til vinnu áður en myndin var tekin, og Guðrúnu Þóru Hálfdánardóttur sem tók myndina.










