Ég er 45 ára, fæddist í Ólafsfirði og hef búið hér alla mína tíð. Eiginkona mín er Hrönn Gylfadóttir sjúkraliði saman eigum við 3 börn, Ágúst Örn 22 ára, Ívan Darri 19 ára og Sunna Karen 16 ára og búum við í Ólafsfirði ásamt heimilishundinum Ringo.
Við fjölskyldan eigum nokkrar kindur og hænur og uni ég mér mjög vel í sveitinni, ég hef mikinn áhuga á útiveru, ferðalögum og notum við hjónin hvert tækifæri sem við fáum til að fara af stað með hjólhýsið okkar. Samvera með fjölskyldunni og vinum skipar mjög stóran sess í mínu lífi.
Ég er pípulagningameistari, er með verslunarpróf og EMT-Basic í sjúkraflutningum. Ég á og rek fyrirtækið JVB-Pípulagnir ehf. hérna í Fjallabyggð og er Ágúst Örn sonur minn að vinna og læra hjá mér pípulagnir. Ég er í slökkviliði Fjallabyggðar, starfaði í nokkur ár sem sjúkraflutningamaður, hef verið í björgunarsveitinni Tind til margra ára og var þar með umsjón með flugeldasölunani á löngu tímabili.
Ég byrjaði núverandi kjörtímabil sem varamaður í bæjarstjórn Fjallabyggðar en tók við sem aðalmaður fyrir ári síðan, var varamaður í bæjarráði og síðan áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Fyrstu 2 árin var ég aðalmaður í Umhverfis- og skipulagsnefnd, var um tíma áheyrnarfulltrúi í Fræðslu- og frístundanefnd, og er núna varaáheyrnarfulltrúi í Hafnarstjórn, varamaður í Stjórn Hornbrekku, aðalmaður í Starfshóp um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga.
Mínar áherslur er meðal annarra.
Umhverfismálin, að átak verði gert bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði í fegrum umhverfisins, flotta miðbæjarkarna beggja megin, að gera opin svæði í Fjallabyggð fjölskylduvænni, m.a. með því að fjölga bekkjum, borðum og leiktækjum.
Koma á föstum samgöngum á milli byggðarkjarnanna
Uppbygging í atvinnumálum, m.a. með sjókvíaeldi, vinnslu á eldisfiski í sveitarfélaginu, finna hvatningu fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki sjái hag í að fara að byggja hér húsnæði. Styðja við atvinnulífið í Fjallabyggð.
Uppbygging á íþróttamannvirkjum í Fjallabyggð víða komin þörf á því.
Auka stuðninginn við íþrótta-og tómstundastarf í Fjallabyggð.
Auka jöfnuð fólks í Fjallabyggð að stjórnsýslu sveitarfélagsins m.a. með því að tryggja viðveru deildarstjóra og starfsmanna í báðum byggðarkjörnunum.
Skapa sátt og samhug um fræðslumálin í Fjallabyggð, huga vel að málefnum eldri borgara, öryrkja og fatlaðra í Fjallabyggð.
Markaðssetja Fjallabyggð sem fjölskylduvænt samfélag.
Ég hef háð baráttu fyrir tilvist sjúkrabíls í Ólafsfirði og er ekki alveg tilbúinn til að gefa eftir í þeim efnum og hef verið að nota og mun nota hvert tækifæri sem ég fæ til að angra þingheiminn og aðra viðeigandi aðila með það mál.
Upplýsingar af: facebooksíðu H-listans