Í dag kl. 15 – 17, verður frítt kaffi og tröllalegt snakk á Kaffi Klöru í Ólafsfirði, í tilefni þess að Fran Kusters opnar listsýningu sem stendur alla vikuna á Kaffi Klöru. Gestir fá tækifæri til að ræða við listamanninn um verkin, og fá svör við spurningum.

.

Þetta er fyrsti viðburðurinn hjá “Kaffi Klara Art Residense” á þessu starfsári.

Fran Kusters er belgískur listamaður, sem býr og starfar í Tyrklandi, en hefur verið í Ólafsfirði undanfarið að búa til trölla-listmuni úr rusli í Ólafsfirði.

.

Aðgangur að opnuninni og listsýningunni er ókeypis og allir aldurshópar velkomnir.

Verkin – sem eru póstkort unnin úr telaufum sem listamaðurinn notaði í teið sitt meðan hún dvaldi í Ólafsfirði, skeljar sem hún tíndi úr sandinum og skúlptúrar úr rusli – verða til sölu, og rennur andvirðið í sjóð “Kaffi Klara Art Residence”.

.

 

.

Myndir: aðsendar