Í dag verður Þátturinn Tíu dropar í beinni útsendingu frá Kanarí og Siglufirði kl 13.00 – 15.00 GMT.

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum frá helli í Angostura gljúfri og Þórarinn Hannesson verður á tökkunum í stúdíói FM Trölla á Siglufirði.

Þau þrjú spjalla um allt á milli himins og jarðar, fara yfir fréttir, hringja út og spila létt lög úr öllum áttum.

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla á sunnudögum kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og í Skagafirði, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is