Á 647. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar voru lögð fram drög að framlengingu þjónustusamninga um rekstur tjaldsvæðis á Siglufirði og tjaldsvæðis í Ólafsfirði, við Kaffi Klöru ehf. fyrir árið 2020.

Samkvæmt ákvæði 10. gr. samninga frá 2019 þar sem segir að heimilt sé að framlengja samningana um eitt ár í senn, að hámarki tvisvar sinnum.

Bæjarráð samþykkir drög að framlengingu á þjónustusamningi við Kaffi Klöru um tjaldsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.


Mynd: Tjaldsvæði Fjallabyggðar