Lagður var fram tölvupóstur á 217. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá Ólafi Baldurssyni formanni félags eldri borgara á Siglufirði þar sem tilkynnt er um nefndarbreytingu á fulltrúa félagsins í Öldungaráði.

Aðalmenn félags eldri borgara Siglufirði verða Ólafur Baldursson í staðinn fyrir Ingvar Guðmundsson og Konráð Baldvinsson verður einnig aðalmaður.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að kalla eftir tilnefningu í öldungaráð frá félögum eldri borgara á Siglufirði og í Ólafsfirði.