Sigurvin SI 16, bátur Ágústs Gíslasonar, sem var betur þekktur sem Gústi guðsmaður er varðveittur á Síldarminjasafninu á Siglufirði.

Báturinn var smíðaður í Noregi en óvíst er um smíðaár. Hann kom hingað til lands með norskum línuveiðurum en árið 1929 keypti Njáll Jakobsson á Akureyri bátinn.

Sama ár var hann borðhækkaður og sett í hann sænsk tvígengisvél af Solo-gerð og dró báturinn nafn sitt af honum, Sóló EA 299.

Gústi eignaðist bátinn árið 1949 og gerði hann út frá Siglufirði í kompaníi við Drottinn almáttugan um áratugaskeið. Allar tekjur af útgerðinni runnu til kristindómsfræðslu barna í fjarlægum heimshlutum.

Báturinn var afskráður árið 1986. Báturinn var endurgerður árið 1992 af feðgunum Jóhanni Sigurðssyni og Nirði Jóhannssyni.

Endurgerðin var kostuð af útgerðarfélaginu Siglfirðingi hf.

Mynd/Jan Dančák
Heimild/Síldaminjasafnið