Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi á Skagaströnd í gær.

Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tækja til framleiðslu á landa. Þá var lagt hald á tunnur með gambra. Eins var lagt hald á önnur efni sem send verða til greiningar. Íbúi í húsinu játaði eign sína á efnunum og ræktuninni og var hann handtekinn. Í aðgerðunum naut lögreglan aðstoðar leitarhunds.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

 

Af facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra
Mynd af netinu