Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára segir á vefsíðu Vísis. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili.

Greint er frá þessu í tilkynningu en með samningnum verður Sigló Hótel níunda hótelið í keðju Keahótela. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel, sem stendur við höfnina á Siglufirði, árið 2015. Hótelið er búið 68 herbergjum, veitingastað, útipottasvæði og þurrgufu.

Aron Pálsson, hótelstjóri Hótel Kea á Akureyri, verður einnig hótelstjóri á Sigló Hóteli og María Elín Sigurbjörnsdóttir verður áfram aðstoðarhótelstjóri.

Sjá nánar á Vísir.is