Kennsla hefst föstudaginn 30. ágúst samkvæmt stundaskrá í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Skólinn varð til við sameiningu Tónskóla Siglufjarðar, Tónlistarskóla Ólafsfjarðar og Tónlistarskóla Dalvíkur. Skólinn er rekinn í samstarfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar sem hefur gefist vel. Skólinn starfar á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði.
Skólastjóri er Magnús G Ólafsson, aðstoðarskólastjóri er Þorvaldur E Kristjánsson og deildarstjóri er Þorsteinn Sveinsson. Við skólann starfa 15 kennarar.
Sjá heimasíðu skólans: Hér