Knattspyrnufélag Fjallabyggðar varð að lúta í lægra haldi gegn Víði í Garði í Lengjubikarnum sem fram fór í Boganum á Akureyri í gær.

Helgi Þór Jónsson úr Víði skoraði tvennu á fyrsta stundarfjórðunginum er Víðir lagði KF að velli með þremur mörkum gegn engu í B-deildinni.