Local Food matarhátíðin í ár verður haldin í glæsilegum húsakynnum Hofs þann 16. mars frá kl. 13.00-18.00. Tveir aðilar úr Fjallabyggð, Segull67 og Kaffi Klara taka þátt.

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi stendur að keppninni sem verður haldin í Hömrum og er henni skipt upp í þrjá flokka. Nemakeppni þar sem keppendur útbúa rétt úr bleikju og blómkáli sem aðalhráefni og setja saman á 30 mínútum fyrir framan áhorfendur. Keppnin byrjar kl. 13:30.

Kokkakeppni þar sem eldað er lamb á tvo vegu, keppnin hefst kl. 14:30 og keppendur hafa 30 mínútur til að skila af sér fullbúnum rétti.

Eftirréttarkeppni hefst kl. 15:30 þar sem kokkar og bakarar útbúa eftirrétt sem inniheldur meðal annars Ricotta ost og vanillu. Keppendur hafa 30 mínútur til að setja réttinn saman.

Keppendur setja svo einn rétt til sýnir á borð fyrir framan stöðina sína og einn réttur fer á dómaraborðið.
Dómarar dæma blint og vita því ekki hver á hvaða rétt.

Fjöldinn allur af fyrirtækjum úr héraði verða með kynningar á sínum vörum. Markaðstorg verður á svæðinu, glæsilegt vínsvæði, æsispennandi kokkakeppni og uppboð til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Iðnaðarsafnið verður svo með fjöldan allan af gömlum varningi úr matvælaiðnaðinum til sýnis.

Eimur stendur fyrir viðburði frá klukkan 13.00-16.00 þar sem fjallað verður um vaxandi þörf fyrir framleiðslu matvæla og möguleikana til nýtingar jarðhita við framleiðsluna og við frekari vinnslu matvæla.

Kynnir dagsins verður enginn annar en Villi Vandræðaskáld
Hlökkum til að sjá ykkur í Hofi þann 16. mars – Enginn aðgangseyrir.

 

Segull 67

Fyrirtæki sem verða á staðnum:
Kristjánsbakarí
Norðlenska
Nýja kaffibrennslan
Eimur
Norðurorka
K6 : Bautinn, Rub23, Sushi Corner og Pizzasmiðjan
Matsmiðjan og Kaffi Torg
Darri ehf. Eyjarbiti
Greifinn
Norðurslóð
Matarkistan á Skagafirði
Stórhóll
Sölvanes
Kokkhús
KK Restaurant
Hótel Varmahlíð
Laugarmýri
Birkihlíð
Mjólkursamsalan
Kaffi Klara Ólafsfirði
North Experience
Þingeyska matarbúrið
(Fjallalamb)
Brynja
R5
Ölgerðin
Vífilfell
Segull67

Á markaðstorginu verða:
Huldubúð
Milli fjöru og fjalla
R Rabbabari

*Birt með fyrirvara um breytingar